top of page

Álag og viska í Tékklandi!


Mikið álag var á okkur strákunum eftir langa ferð. Menn voru vægasagt þreyttir eftir 10 tíma ferðalag. Staðurinn sem við erum staddir á heitir ceske budejovice og er áhugaverður staður. Það fer vel um okkur í keppnissalnum. Þægileg loftræsting og allar skákir í beinni. Við félagar mættum seint til Céske eftir lest frá Prauge og tiltum okkur á skemmtilegan kebab stað.


 

Nú er komið að skákum dagsins.

Umferðin hófst 16:00.

Ég paraðist með svart gegn Tsifanskaya, Ludmila A sú er frá Ísrael og er 74 ára gömul takk fyrir!

Ég hélt fyrst að hún væri fædd árið 1964... en það voru elo - stigin.

Upp kom tarrasch vörn úr byrjuninni. Ég var ansi snemma kominn með betri stöðu en missti þráðinn í miðtaflinu þegar ég var peði yfir en varð peði undir stuttu seinna... Ég var byrjaður að finna jafnteflislykt en þá ákvað ég að fara á salernið og skvetti á mig ísöldu vatni. Ég sast að borðinu eins og nýr maður og ákvað að hafna jafnteflinu að reyna galdra fram eitthverjum töfrum. Það heldur betur hafðist. Ég vann peðið mitt til baka og hélt áfram að pressa hana. Stuttu seinna lék hún af sér hrók og gaf skákina samstundis 0-1

Ég skal segja ykkur það að það er ekki besta tilfinning í heimi að vera með verra gegn áttræðri konu eftir langt ferðalag að baki en því betur fer landaði ég sigrinum í höfn.

ÁFRAM VIGNIR!


 

Hér er video af Vigni fara yfir skákir dagsins!


Ekki gekk nógu vel hjá Íslenska liðinu í dag þar sem að liðið skoraði 2 og hálfan af 8 mögulegum.


Benedikt Briem telfdi mjög flotta skák þar sem að hann kramdi andstæðing sinn hægt og rólega... MÓDEL SKÁK!

Hilmir Freyr fékk stórmeistara frá Indlandi sem kunni sína byrjun vel og fórnaði kalli snemma. Hilmir jafnaði taflið en lék af sér illa í næsta leik...

Björn Hólm telfdi af krafti og varð manni yfir en lék af sér hrók klaufalega...

Bárður Örn gerði jafntefli eftir að andstæðingur hans telfdi vægasagt ekki undir stigum heldur yfir.

Aron Maí tapaði eftir langa skák gegn andstæðing sem hann á að vinna á pappír.

Alex Óliver fékk Indverja sem telfdi fáraánlega vel og á sennilega eftir að hækka sig mikið á þessu móti.

Davíð Kolka var eini sem telfdi upp fyrir sig. Stórmeistarinn frá Tékklandi skeindi honum með sandpappír vægasagt...


Næsta umferð klukkan 16:00 á morgun, stöndum okkur betur þá. ÁFRAM ÍSLAND!
2 Comments


Það má ekki vanmeta vizkualdurinn 😁

Like

Flott umfjöllun Vignir .Gaman að fylgjast með ykkur .

Like
bottom of page