Skák er íþrótt sem búið er að tefla í meira en þúsund ár, á 64 reitum og byrjana teoríur fara alltaf lengra og lengra og jafnvel stundum til leik 30, Það getur verið ótrúlega erfitt að finna nýjar hugmyndir í skák og sérstaklega hugmyndir sem eru ekki lélegar, maður myndi halda að það sé varla hægt í dag að búa til nýjan byrjunar varíant á leik 5. eða minna en í þessum blog pósti ætla ég að sýna ykkur að það sé hægt og kenna ykkur hvernig þið getið gert það sjálf.
Kíkjum á stöðu í Semi slav afbrigðinu sem er eitt af vinsælustu afbrigðum heims, 1.d4 d5 2.c4 c6 3.Rc3 Rf6 4.e3 e6 hérna er búið að leika öllum leikjum sem líta vel út eins og Rf3, b3, Bd3, Bd2, Dc2 og meira segja leikir eins og f4 og Dd3 hafa verið tefldir en hérna fann ég leikinn Hb1! Auðvitað er þessi leikur ekki að fara vinna skákina og er jöfn samkvæmt tölvunum en þetta hefur sínar hugmyndir t.d eftir Bd6 þá kemur 6.c5 Bc7 7.f4! hvítur fær gott grip á svörtu stöðuni og tökum eftir því að ef hrókurinn væri á a1 þá myndi einfaldlega 7.b6 8.b4 a5 koma og hvítur gæti ekki svarað með a3 vegna axb4 og hrókurinn myndi falla ef við myndum taka tilbaka. Þannig þetta hefur sínar hugmyndir og svartur þarf strax að tefla sjálfur og án tölvu stúderinga, besti leikurinn er sennilega 5.Rbd7 þá eru fleiri hugmyndir gegn því eins og 6.Dc2 eða 6.Rh3! til að halda c5 og f4 hugmyndum lifandi. Ég hvet ykkur til að skoða þennan varíant þar sem hann hefur bara verið tefldur 4x og ég tefldi þær allar og vann þær allar! Ég er búin að skýra þetta Vatnar variation og núna vona ég bara að eitthver á topp levelinu prófi þetta!
Við skulum nú líta á g3 Benoni 1.d4 Rf6 2.d4 2.e6 3.g3 3.c5 4.d5 exd5 5.cxd5 d6. Og hér hefur mikið verið teflt og það er yfirleitt bara það sama á einn eða annan hátt með Bg2 Rf3 og 0-0 en það eru fleiri áhugaverðar hugmyndir... eins og 6.a4 er hugmyndin augljóslega að stoppa b5 ekki satt? Allt í lagi svartur leikur g6 og heldur áfram að koma köllunum sínum út með Bg7 næst, og hér kemur hinn frábæri 7. Ha3!!! Með hugmyndini að eftir Bg7 getur hvítur leikið 8.Re3 og hvítur er nú þegar með betra! Svartur hefur eina leið til að jafna taflið sem ég tel ekki mjög líklegt að maður myndi finna, þannig þetta er frábær hagnýt hugmynd. Það hafa aðeins verið tefldar 9 skákir í þessari línu, en rússneski stórmeistarinn Pavel Ponkratov tefldi þetta fyrst árið 2014 og vann skákina þannig ég held að okkur sé óhætt að kalla þetta Ponkratov línuna.
Við skulum líta á annað dæmi þar sem Magnus Carlsen fann nýja hugmynd á leik 5 árið 2018 gegn GM Wojtaszek. 1.e4 c5 2.Rc3 d6 3.d4 cxd4 4.Dxd4 Rc6 og nú kemur 5.Dd2 með þeirri hugmynd að leika b3 Bb2 og 0-0-0 með stórhættulegri sókn þar sem f4 kemur næst. Þetta hefur síðan verið teflt 1300 sinnum og nefnt Carlsen-línan.
Önnur hugmynd sem Richard Rapport hefur teflt frekar mikið er 1.c4 c5 2.Rc3 g6 3.g4! Strax í leik 3 lék Rapport glænýjum leik gegn GM Dominguez. Hugmyndin er að grípa pláss á kóngsvængnum og sækja síðar með h4-h5 og þó hann hafi tapað skákinni þá hélt hann áfram að beita línunni af og til með góðum árangri. Það sem mér líkar best við er sú staðreynd að tölvan segir -0.30 en honum er einfaldlega sama, þetta er mjög góður lærdómur í því að við ættum ekki að skoða tölvumatið of mikið. Skák er leikur sem spilaður er á milli tveggja manna þegar allt kemur til alls.
Það er ótrúlegt að strax í leik 3 eru enn nýjar hugmyndir uppgötvaðar jafnvel í dag árið 2024 en hvernig getum við orðið betri í að finna slíkar hugmyndir? Hér eru nokkur ráð svo þú getir fundið næstu snilldarhugmynd eins fljótt og auðið er!
Ráð 1. Skoðaðu stöðuna sjálfur án tölvumatsins og reyndu að finna hugmyndir sem þér finnst góðar, Seinna er hægt að staðfesta með tölvuni og sjá hvort hugmyndin hafi einhvern tíman verið teflt.
Ráð 2. Ekki hafa áhyggjur ef tölvan segir 0,00 eða jafnvel -0,50. Það skiptir ekki máli svo lengi sem andstæðingurinn verður að finna leiki sem eru erfiðir fyrir mann að finna. Þó að þeir séu auðveldir fyrir tölvuna þá getum við ekki gleymt því að andstæðingurinn verður að finna alla þessa leiki án tölvunar!
Ráð 3. Þegar þú finnur hugmynd sem þú trúir á, haltu þér við hana og stúderaðu hana vel heima þá geturðu byrjað að tefla hana á netinu, vertu bara viss um að þú sért búin að stúdera hana vel áður en þú teflir hugmyndina á móti .
Ég óska þér góðs gengis og vona að þessi grein veiti þér innblástur til að reyna sjálfur að finna hugmyndaríkar hugmyndir og hver veit kannski færðu afbrigði sem heitir eftir þér einn daginn!
Comments