top of page

Björn Þorfinnsson sigurvegari VignirVatnar.is X Snoker & Pool


Sterkt og skemmtilegt hraðskákmót fór fram á Sunnudaginn 22. desember á snooker og pool í Lágmúla. Voru þeir mótshaldarar í samstarfi við VignirVatnar.is og var þéttsetið í móti þar sem slegist var um sætin 33 sem í boði voru á mótinu.

Þetta var fjórða mót VignirVatnar.is X Snoker & Pool í nýrri mótaröð okkar.


Mótið var æsispennandi og góð stemmning var á staðnum. Vignir Vatnar tók þátt í mótinu og endaði með traustvekjandi 8 vinninga af 9 mögulegum. En þar sem Vignir er ekki gjaldgengur í að vinna verðlaun lenti Björn Þorfinsson í fyrsta sæti með 7,5/9.

Björn stóð sig vel, enda er hann ágætur að mörgu leiti.

Arnar Milution heiðursgestur okkar frá USA grísaði í 6 vinninga af 9 mögulegum og lenti í öðru sæti. Arnar Gunnars kom þar á eftir einnig með 6 vinninga en verra tiebrake og lenti í þriðja sæti.


Jakob Alexander Petersen vann U18000 verðlaunin og Þorsteinn Jakob vann u-2000 verðlaunin.


Tómas Leó vann happdrættis verðlaunin.


Löngu eftir að mótið kláraðist var ennþá verið að tefla langt fram á kvöld!

Mótið gekk vel fyrir sig og við hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta móti hjá Snooker og Pool í janúar.










 
 
 

Comments


bottom of page