Vinaslagur var í umferð 4 þar sem ég mætti erkifjanda mínum Benedikt Briem. Hann er með rosalegt jafnteflis tak á mér. Við félagar vöknuðum saman, borðuðum saman en tefldum gegn hvorum öðrum.
Ég lagði 18 ára strák í 6. umferð frekar léttilega í Catalan.
Hér er video af Vigni fara yfir skákir dagsins.
Alexander Óliver Ágúst varð efstur Íslendingana með 4 vinninga af 5 eftir sigur en þeir Vignir eru nú jafnir með 4 og hálfan af 6.
Gens una Óliver.
Benedikt Briem stendur sig vel. Hann gerði jafntefli við Íslandsmeistarann og stórmeistarann Vignir Vatnar. Í 6. umferð fékk Benedikt kolunnið gegn alþjóðlegum meistara en náði því miður ekki að klára stöðuna. Benedikt stendur með 4 af 6 mögulegum.
Davíð Kólka vann í 5. umferð. í 6. umferð lagði hann niður Borkovec, Milan (2156). Þrjár í röð, TAKK FYRIR!
Björn Örn gerði jafntefli í umferð 5 og 6. Þrjár í röð, TAKK FYRIR!
Bárður Hólm tapaði fyrir alþjóðlegum meistara í 5 umferð og lagði niður gömlu konuna í 6. umferð.
Aron Maí með tvö sterk stórmeistara jafntefli á neðstu borðum.
Hilmir Freyr var með töluvert betra í 5. umferð en náði ekki að kreista andstæðing sinn. Í 6. umferð var hann lagður niður af Deep Sengupta.
Áfram Ísland!
Comments