Dagurinn byrjaði snemma hér í Tékklandi. Við félagar röltuðum yfir í mall-ið og fengum okkur "mr. Thai" sem var kjúklingaréttur. Hann var fínn. Nóg um mat.
Umferðin í dag hófst klukkan 16:00.
Pörun dagsins hjá mér var Vltavsky, Vladimir með hvítt.
Hann er fæddur árið 1964. Hann er á eldri kantinum...
Ég sast við borðið hellti upp á heitt lék fyrsta leiknum 1. Rf3 og beið... ég beið í 27 mínútur eftir að andstæðingur minn lék 1. Rf6 Takk fyrir!
Ég vann þessa skák frekar auðveldlega.
Hér er video af Vigni fara yfir skákir dagsins.
Íslenska landsliðið skoraði 5 og hálfan af 8 mögulegum. Fínn dagur...
Benedikt Briem fékk ágæta stöðu úr byrjuninni en eftir lélegan reikning tapaði hann peði. Þessi skák endaði í jafntefli.
Hilmir Freyr Heimisson tapaði gegn Song, Yuxin. Song kom Hilmi virkilega á óvart í byrjuninni og vann úr því.
Aron Maí átti erfiða skák í dag og tapaði sannfærilega...
Davíð Kolka fékk góða stöðu úr byrjuninni og skeindi andstæðingnum sínum með sandpappír...
Björn Hólm tefldi frábæra skák í dag. Ekki lengi að vinna...
Bárður Örn mætti með nýtt hugarfar í sína skák og það heldur betur virkaði. Áfram BOB
Alex Óliver mætti, vann og fór.
Enduðum daginn á ræktinni og kebab.
ÁFRAM ÍSLAND!
Comentarios