top of page

Lærdómsríkur dagur í Marokkó



Vignir Vatnar Stefánsson teflir í opnu móti í Marokkó.

(4eme edition trophee S.M le Roi Mohammed VI COURONNE plus 2200)

68 eru í flokknum og er Vignir númer 30 í styrkleikaröð. Stigahæstur er Azerinn Shakh Mamedyarov (2747).

Umferð 4 og 5.

Andstæðingar dagsins voru Moradiabadi, Elshan (2524) og Ponkratov, Pavel (2582).


Í dag var tvöföld umferð og í fyrri skákinni hafði Vignir svart á Bandaríkjamanninn Moradiabadi, Elshan (2524). Eftir ágætlega teflda skák lék Vignir hryllilega af sér.


Í seinni skákinni tefldi hann við Rússann Ponkratov, Pavel (2582). Vignir Tapaði þeirri skák og endaði þannig daginn með 0/2. Erfiður dagur en lærdómsríkur!


Hér er myndskeið af Vigni fara yfir skák dagsins!







1 Comment


hallih54
Aug 18, 2023

Takk fyrir já broddgölturinn getur stungið mann ílla en áfram gakk nú er að bíta í skjaldarrendur og vinna næstu skákir !!

Like
bottom of page