Vignir Vatnar Stefánsson teflir í opnu móti í Marokkó.
(4eme edition trophee S.M le Roi Mohammed VI COURONNE plus 2200)
68 eru í flokknum og er Vignir númer 30 í styrkleikaröð. Stigahæstur er Azerinn Shakh Mamedyarov (2747).
Andstæðingar dagsins voru Albornoz Cabrera, Carlos Daniel (2575) og Ghasi, Ameet K (2506).
Í dag var tvöföld umferð og í fyrri skákinni hafði Vignir svart á Kúbverjann Carlos Albornoz Cabrera (2575). Eftir langan rússíbana náði Vignir þar í gott jafntefli eftir erfiðar vörn mest alla skákina.
Í seinni skákinni tefldi hann við Englendinginn Ahmeet Ghasi (2506). Vignir hafði hvíta litinn og tefldi afar rólega og skákin endaði í rólegu jafntefli.
Hér er myndskeið af Vigni fara yfir skák dagsins!
Comments