top of page

Vignir mættur til Mexíkó!


Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2484) tekur þátt í Heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem hófst í gærkvöld í Mexíkó.

Einnig er besti vinur Vignis, Aleksander Domalchuck með á mótinu.

Skráðir keppendur eru 149 en kannski full margir stigalágir frá Mexíkó.


Vignir er númer 19 í styrkleikaröðinni. Stigahæstur keppenda er Hans Moke Niemann (2667) sem hefur mikið verið í fjölmiðlum seinustu mánuði. Það vill svo mikið til að Vignir og Hans eru góðir vinir.


Vignir lýsir salnum sem "flottum". Einnig segir hann frá að öryggiseftirlitið sé í hámarki, það er ekki einu sinni leyft vatnsflösku inn í salinn!


Mexíkananum líkar vel við Íslendinginn. Það var tekið vel á móti þeim. Það beið eftir þeim "goodybag" eins og Vignir lýsir. Í pokanum var "skákborð og allt fullt af eih dóti".


Jæja nú er komið að skák dagsins.

Vignir hafði hvíta litinn gegn Mexíkananum TORRES RIVAS, Felipe De Jesus (1877).

Torres mætti ekki í skákina

1-0


Ekki var það meira í dag.


Comments


bottom of page