top of page

🌟 Viltu ná þér í FIDE þjálfara réttindi? 🌟

Ef þú hefur áhuga á að kenna skák bæði á eigin forsendum og eiga möguleika á að fara sem þjálfari fyrir Skáksamband Íslands þá þarftu að ná þér í FIDE þjálfararéttindi. Opnaðu nýjar dyr með því að láta VignirVatnar.is hjálpa þér að undirbúa þig fyrir próf hjá FIDE sem veita þér þjálfaragráðu. Vignir Vatnar mun ásamt teymi af frábærum erlendum þjálfurum hjálpa þér að vera undirbúinn og ná í þessa gráðu!

📅 Dagskrá: 🗓️ Byrjar 7. September  ⏰ Alla fimmtudaga 🕕 17:30 - 19:30 (GMT)

🎓 Hvað muntu læra?

📚 Tími #1: Byrjanir - Vignir Vatnar mun fara yfir og kenna hugmyndir og bestu leiðir í byrjanafræðum. Til að ná FIDE þjálfaraprófi þarf að hafa góða grunnþekkingu og geta kennt og leiðbeint í öllum helstu byrjunum, allt frá kóngsbragði yfir í sikileyjarvörn. Tíminn fer fram í húsakynnum

Skáksambands Íslands í Faxafeni 12.

📚 Tími #2: Miðtöfl - Þessi tími fer fram í gegnum ZOOM á netinu. Stórmeistarinn geðþekki Farrukh Amonatov frá Tajikistan mun fara í gegnum mikilvægar ákvarðanir í endatöflum.

📚 Tími #3: Endatöfl - Þýski stórmeistarinn Karsten Muller mun fara yfir mikilvægar endataflsstöður og fara yfir allt frá grunnstoðum endatafla yfir í flóknari aðferðir til að yfirspila andstæðinginn í endatöflum. Tíminn er á ZOOM.

📚 Tími #4: Saga heimsmeistaranna - Breski alþjóðlegi meistarinn Byron Jacobs fer yfir sögu og þróun heimsmeistaratitilsins í skák, allt frá Steinitz yfir til núverandi stórmeistara Ding Liren. FIDE leggur mikið upp úr því að þjálfarar þekki skáksöguna og á FIDE prófum er reglulega spurt út í sögu heimsmeistaranna og heimsmeistaraeinvígja. Tíminn er á ZOOM.

📚 Tími #5: Taktík - Stórmeistarinn Vignir Vatnar fer yfir taktík í skák allt frá grunn aðferðum eins og leppun, gaffall yfir í flóknari taktískar aðferðir. Nimzovitsch sagði að skák væri 99% taktík!
Tíminn fer fram í húsakynnum Skáksambands Íslands í Faxafeni 12.

📚 Tími #6: Strategía - Hér verður einblínt á strategíu eða stöðuleg fræði. Stórmeistarinn Vignir Vatnar sér um kennsluna. Tíminn fer fram í húsakynnum Skáksambands Íslands í Faxafeni 12.

📚 Tími #7: Útreikningar - Þessi tími er á netinu og farið verður í hvernig reikna á út varíanta í skák. Bandaríski alþjóðlegi meistarinn Greg Shahade mun sjá um þennan tíma og þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum! Tíminn er á ZOOM.

📚 Tími #8: Hvernig kenna skal mismunandi styrkleikum - Þeir sem fá FIDE þjálfara réttindi þurfa að geta kennt allt frá byrjendum og upp í lengra komna og stundum upp í landsliðslevel, eftir því hvað kennarinn er sjálfur sterkur. Gríski stórmeistarinn Efstratios Grivas sér um þennan tíma á ZOOM.

🏆 Hvað færðu út úr námskeiðinu?

  • Yfirburðakennara sem allir eru FIDE-þjálfaðir

  • Skipulögð dagskrá þar sem farið er yfir allar grunnstoðir skákkennslu og skáklistar.

  • Nemendur munu þurfa að taka virkan þátt með praktískum dæmum og æfingum.

  • Aðgangur að upptökum á kennslustundum auk ítarefnis og æfinga.

  • Kemst í samband við færa þjálfara á hæsta leveli

  • Við lofum endurgreiðslu ef námskeiðið skilar þér ekki FIDE þjálfaragráðu!

🔗 Skráðu þig í dag! Við höfum aðeins pláss fyrir útvalda, það eru aðeins 6 laus sæti á þessu námskeið svo allir fái 100% eins mikið út úr tímunum og hægt er!

📧 Hafðu samband: Fyrir fyrirspurnir endilega sendið á Vignirvatnar.is@gmail.com

Ekki missa af þessu tækifæri á að ná þér í FIDE þjálfaragráðu og opnaðu dyrnar að þjálfara og þjálfunartækifærum bæði hér heima og úti í heimi! Þjálfaragráðan er jafnframt skilyrði fyrir þjálfara og liðsstjóra á alþjóðlegum FIDE mótum!! 🌐👑🏆

Verð fyrir námskeiðið er 125.000

chesesssslife_edited.jpg

TIl þess að bóka hópkennslu þarf að hafa samband við: 

Hópkennsla.png
bottom of page