Persónuvendarstefna
Persónuverndarstefna Vignir Vatnar ehf.
Í persónuverndarstefnu Vignir Vatnar ehf. (hér eftir „fyrirtækið“) kemur fram hvernig farið er með persónuupplýsingar viðskiptavina, tilgang meðferðar, lengd, miðlun og ráðstöfunum vegna öryggis. Farið er eftir gildandi lögum á hverjum tíma.
Fyrirtækið kann að safna upplýsingum um nafn viðskiptavinar, netfang, ip-tala, greiðsluupplýsingar og upplýsingar um notkun á vefsíðu fyrirtækisins. Fer eftir hvers lags þjónustu viðskiptavinur kaupir hverjar upplýsingar þarf að gefa upp. Allt er það gert til þess að tryggja að viðskiptasamband milli viðskiptavinar og fyrirtækis gangi snuðrulaust fyrir sig og til að tryggja ánægju beggja enda.
Tilgangur
Verði t.a.m. breytingar á þjónustu vill fyrirtækið geta tilkynnt viðskiptavinum um þær.
Sé viðskiptavinur ekki mættur þegar þjónusta á að hefjast vill fyrirtækið geta haft leið til að ná í hann til þess að geta ákveðið hvort bíða skuli eftir honum eða ekki. Það hjálpar viðskiptavini, fyrirtæki og öðrum viðskiptavinum að betrumbæta upplifun allra af þjónustu fyrirtækisins.
Þá vill fyrirtækið einnig geta boðið viðskiptavinum góð kjör og upplýst þá um þjónustu sem þeir kunna að hafa áhuga á að nýta sér í framtíðinni.
Lengd
Fyrirtækið geymir upplýsingar þessar í sex mánuði eftir að viðskiptum milli viðskiptavinar og fyrirtækis telst lokið. Það er meðal annars gert til að auðvelda viðskiptavinum að stunda önnur viðskipti við fyrirtækið. Að sex mánuðum liðnum verða gögn geymd eins lengi og tilgang þykir hafa gefið að lög kveði ekki á um annað.
Ráðstafanir vegna öryggis
Fyrirtækið geymir persónuupplýsingar viðskiptavina einungis vegna viðskiptasambands þess við viðskiptavini. Fyrirtækið mun aldrei selja eða láta af hendi upplýsingarnar til þriðja aðila nema lög krefi fyrirtækið um það nema með skriflegu samþykki viðskiptavinar.
Fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta stefnu sinni gagnvart persónuvernd hvenær sem þurfa þykir og fyrirvaralaust. Viðeigandi viðskiptavinum verður sem fyrr tilkynnt um stærri breytingar á stefnunni. Breytingar kunna til dæmis að verða vegna breytta persónuverndarlaga. Sú stefna sem stendur á heimasíðunni hverju sinni telst vera í gildi.
Réttur viðskiptavina
Viðskiptavinur hefur rétt á upplýsingum um allar upplýsingar sem fyrirtækið geymir um hann. Hann hefur einnig rétt á að fá þeim breytt, eytt eða takmarkað upp að vissu marki.
Hann hefur rétt til að breyta, lagfæra og leiðrétta upplýsingar sem geymdar eru um hann. Það gæti átt við hafi hann gefið rangar upplýsingar upprunalega.
Viðskiptavini ber að skilja að ekki samræmist stefnu fyrirtækisins að safna upplýsingum sem ekki eru nauðsynlegar til að framfylgja stefnu fyrirtækisins.
Viðskiptavinur getur krafist skýringa á hvaða upplýsingar eru geymdar um hann og hvers vegna og skal fyrirtækið svara slíkum fyrirspurnum eftir bestu getu. Slíkar fyrirspurnir skulu berast fyrirtækinu í tölvupósti á netfangið vignirvatnar.is@gmail.com
Þá getur viðskiptavinur kvartað til Persónuverndar þyki honum svörin ekki hafa nægt. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið postur@personuvernd.is.