Sterkt og skemmtilegt hraðskákmót fór fram á laugardaginn 12. október á snooker og pool í Lágmúla. Voru þeir mótshaldarar í samstarfi við VignirVatnar.is og var þéttsetið í móti þar sem slegist var um sætin 33 sem í boði voru á mótinu.
Þetta var fyrsta mót VignirVatnar.is X Snoker & Pool í nýrri mótaröð okkar.
Mótið var æsispennandi og góð stemmning var á staðnum. Mótið endaði þannig að þrír aðilar kláruðu mótið með 7 vinninga af 9 mögulegum og þurftu að tefla armageddon skákir!
Stephan Briem lenti í 3. sæti á oddastigum og Aleksander Domalchuck lenti í 2. sæti á oddastigum. Fyrsta armageddon skákin var Stephan gegn Aleksander og sigurvegari þess einvígis skildi tefla við Arnar Gunnarsson upp á 1. sætið í mótinu.
Aleksander vann Stephan í þeirra armageddon skák og tefldi þá Aleksander við Arnar um 1. sætið.
Arnar Gunnarsson tók fyrsta sætið eftir æsispennandi armageddon skák gegn Aleksander Domalchuck!
Sverrir Hákonarson vann U2000 verðlaunin
Arnór Gauti varð efstur í flokki U 1800 en Hróar Björnsson varð bestur stigalausra (hraðskákstig).
Löngu eftir að mótið kláraðist var ennþá verið að tefla langt fram á kvöld!
Mótið gekk vel fyrir sig og við hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta móti hjá Snooker og Pool í Nóvember.
Bình luận