Le Kock mótaröðin - Mót 2 haldið 4. júní
- GM Vignir Vatnar Stefánsson
- 2 days ago
- 1 min read
Updated: 1 day ago

VignirVatnar.is hefur ákveðið að blása til enn frekari sóknar og kynna til leiks Le Kock mótaröðina 2025!
Annað mótið fer fram miðvikudagskvöldið 4. júní kl 19.30 á Le kock. (Tryggvagata 14, 101 Reykjavík)
Mótin verða 8 í heildina og eru dagsetningarnar á þeim líklega fyrsti miðvikudagurinn í hverjum mánuði.
Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkunum 3+2
Á öllum mótunum verða verðlaun eftirfarandi:
1. 60,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
2. 40,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
3. 20,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
U2000: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Efsti stigalausi: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Efsta konan: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Öll mótin verða reiknuð til alþjóðlegra skákstiga.
Stigagjöfin verður með Eurovision stigakerfi.
Svona verða stigin eftir sætum, frá fyrsta og niður: 12, 10, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1.
12 efstu keppendur á samanlögðum stigum (6/8 bestu mótum gilda) tefla svo til úrslita í beinni útsendingu, þar verða verðlaunin eftirfarandi:
X TBA
X TBA
X TBA
Þátttökugjald á mótið er 3.000kr
Áskrifendur VignirVatnar.is fá frítt í mótið!
Kennitala: 570418-2030
Reikningsnúmer: 0133-26-013982
Mótið er opið fyrir öllum en keppendur undir 15 þurfa að vera með forráðamann með sér.
Hlökkum til að sjá ykkur á þessum frábæra veitingastað!
Kær kveðja, Le Kock og VignirVatnar.is
コメント