Skilmálar
-
Skilgreiningar
-
Fyrirtækið Vignir Vatnar ehf. (hér eftir „fyrirtækið“) rekur vörumerkið VignirVatnar (hér eftir vörumerkið) og vefsíðuna www.vignirvatnar.is (hér eftir „vefsíðan“).
-
Viðskiptavinur er sá sem nýtir sér þjónustu fyrirtækisins og sá sem greiðir fyrir þjónustu fyrirtækisins (gefið að ekki sé um sama aðila að ræða).
-
Orðið „þjónusta“ á við um alla þjónustu á vegum fyrirtækisins, svo sem námskeið (og netnámskeið), fyrirlestra, einkatíma og fleira.
-
Undir þjónustu fyrirtækisins falla m.a. einkatímar, námskeið, netnámskeið og fyrirlestrar. Komi „þjónusta“ fyrir í skilmálum er átt við um alla þjónustu, þ.e. sé ekki tekið fram að einhver þjónusta sé undanskilin.
-
Ekki skal rugla saman námskeiðum og netnámskeiðum, þ.e. komi „námskeið“ fyrir í skilmálum á það ekki við um „netnámskeið“ og öfugt.
-
-
-
Gildissvið
-
Undir þessa skilmála falla öll viðskipti milli viðskiptavinar og fyrirtækisins.
-
-
Ábyrgð fyrirtækis
-
Fyrirtækið ber ábyrgð á að veita viðskiptavinum þjónustu sem fyrirtækið hefur tekið að sér að veita á eðlilegan hátt.
-
Fyrirtækið ber skaðabótaábyrgð samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar á beinu tjóni viðskiptavinar sem rekja má til ásetnings eða stórfellds gáleysis fyrirtækisins með þeim undantekningum sem koma fram í þessum skilmálum.
-
-
Ábyrgð viðskiptavinar
-
Viðskiptavinur samþykkir verð fyrir þá þjónustu fyrirtækisins sem hann nýtir sér og ábyrgist greiðslu þess.
-
Viðskiptavinur ábyrgist að hafa kynnt sér skilmála þessa, lesið og samþykkt.
-
-
Takmörkun ábyrgðar
-
Fyrirtækið ber enga ábyrgð vegna tjóna eða slysa, beinna eða óbeinna, sem kunna að verða í tengslum við þjónustu fyrirtækisins.
-
Fyrirtækið ber enga ábyrgð á eigum viðskiptavina á meðan þeir nýta sér þjónustu fyrirtækisins.
-
Fyrirtækið ber enga ábyrgð á meiðslum sem gætu hrjáð viðskiptavin á meðan þjónustu stendur.
-
Fyrirtækið ber enga ábyrgð á þeim upplýsingum sem koma fram í allri þjónustu á vegum fyrirtækisins, hvort sem um er að ræða einkatíma, námskeið, netnámskeið eða fyrirlestra, né heldur vefsíðu fyrirtækisins.
-
Fyrirtækið ber enga ábyrgð á því tapi eða þeim skaða sem viðskiptavinir kunna að verða fyrir vegna ófullkominna upplýsinga sem koma fram í þjónustu fyrirtækisins. Viðskiptavinir skulu ávallt bera ábyrgð á notkun þeirra upplýsinga sem þeim eru gefnar á þjónustu fyrirtækisins.
-
Fyrirtækið ber enga ábyrgð á því tapi eða skaða sem viðskiptavini kann að valda að vefsíða liggi niðri vegna hvers kyns ástæðna.
-
Fyrirtækið ber enga ábyrgð á því tapi eða skaða sem notkun vefsíðunnar kann að valda viðskiptavini.
-
Fyrirtækið er ekki bótaskylt vegna lögfræðikostnaðar vegna málsóknar, utan eða innan samninga, þrátt fyrir að fyrirtækinu gæti hafa verið ljóst að bótakrafa væri fyrir hendi.
-
-
Breytingar á þjónustu eða skilmálum
-
Fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum á hvaða leið sem er og fyrirvaralaust. Viðskiptavinum ber að kynna sér skilmála fyrirtækisins reglulega til að fylgjast með breytingum sem kunna að verða. Fyrirtækið tilkynnir viðeigandi viðskiptavinum um stórvægilegar breytingar á skilmálum þessum eða þjónustu sem fyrirtækið hyggst halda.
-
Fyrirtækið áskilur sér rétt að fella niður þjónustu náist ekki tilskilinn fjöldi þátttakenda með nægum fyrirvara. Fyrirtækið ber enga ábyrgð á því tjóni sem það kann að valda viðskiptavinum. Viðskiptavinum skal vera tilkynnt um slíkar ákvarðanir fyrirtækisins áður en þjónusta átti að hefjast. Viðskiptavinir eiga rétt á endurgreiðslu komi til þessa úrræðis og skulu beiðnir um endurgreiðslu berast í síðasta lagi 28 dögum eftir að þjónustan átti að hefjast.
-
Fyrirtækið áskilur sér rétt til að loka fyrir skráningu og takmarka fjölda þátttakenda í þjónustu fyrirtækisins.
-
Fyrirtækið áskilur sér rétt til að fella niður þjónustu vegna aðstæðna sem fyrirtækið ræður ekki við eða getur ekki séð fyrir, svo sem verkföll, náttúruhamfarir, óveður, stríð, hryðjuverk eða fleira.
-
-
Verð og greiðslur
-
Ákveði fyrirtækið að fella niður þjónustu skal viðskiptavinum boðin endurgreiðsla. Viðskiptavinir hafa 28 daga til að krefjast endurgreiðslu eftir að þjónustan átti að eiga sér stað. Þetta á ekki við um netnámskeið.
-
Viðskiptavinur getur ekki krafist endurgreiðslu mæti hann ekki á námskeið sem hann hefur greitt fyrir.
-
Viðskiptavinur getur ekki krafist endurgreiðslu fyrir þjónustu sem fyrirtækið getur ekki efnt vegna aðstæðna sem fyrirtækið ræður ekki við eða getur ekki séð fyrir, svo sem verkföll, náttúruhamfarir, óveður, stríð, hryðjuverk eða fleira.
-
Viðskiptavinur getur ekki fengið hluta verðs endurgreiddan þó hann geti ekki nýtt sér alla þjónustu sem viðskiptavinur hefur keypt. Það á t.d. við um að komast bara annan daginn á tveggja daga námskeiði, koma seint í einkatíma eða námskeið.
-
Viðskiptavinur getur ekki fengið endurgreiðslu afpanti hann þjónustu með minna en 12 klukkustunda fyrirvara.
-
Viðskiptavinur getur, innan 14 daga frá því að gengið er frá kaupum á þjónustu fyrirtækisins, fallið frá viðskiptunum og óskað eftir endurgreiðslu sbr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Hins vegar fellur sá réttur niður og viðskiptavinur hefur engan rétt á endurgreiðslu undir neinum kringumstæðum ef þjónustan (önnur en netnámskeið) er haldin (miðað við þann tíma er hún hefst) innan við 14 dögum frá kaupum sbr. 10. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Það á ekki við um netnámskeið. Viðskiptavinur telst hafa tapað rétti sínum til endurgreiðslu á netnámskeiði sbr. 8. gr. laga nr. 46/2000 hafi hann innskráð sig inn á vefsíðu fyrirtækisins.
-
Hvað netnámskeið varðar telst viðskiptavinur hafa nýtt sér þjónustuna þegar hann skráir sig inn á innri vef námskeiðsins.
-
Ekki er heimilt að áframselja aðgang á námskeið, netnámskeið, einkatíma eða fyrirlestra með fjárhagslegum ávinningi. Verði slíkt raunin áskilur fyrirtækið sér rétt til að ógilda aðgang þess viðskiptavinar sem keypti þjónustuna af fyrirtækinu.
-
-
Höfundaréttur
-
Allt efni á vefsíðum fyrirtækisins, námskeiðum og annarri þjónustu á vegum fyrirtækisins er háð höfundarétti og er notkun þess óheimil án skriflegs leyfis. Það á einnig við um notkun vörumerkja og viðskiptaheita. Það á einnig við um allt sem viðskiptavini kann að vera afhent á námskeiðum, einkatímum eða fyrirlestrum.
-
Notendum vefsins er óheimilt að veita öðrum aðgang að efni sem finna má á vefsíðum fyrirtækisins. Ekki er heimilt að birta efnið, afrita það, breyta því, dreifa, eftirlíkja, endurútgefa, selja, sýna eða fjölga á nokkurn hátt án skriflegs leyfis fyrirtækisins.
-
Nemendur sem skrá sig á netnámskeið fyrirtækisins fá ekki eignarrétt, hvorki beinan né óbeinan, af því efni sem kann að finnast á vefsíðu fyrirtækisins.
-
Viðskiptavini er ekki heimilt að nýta sér efni neinnar þjónustu í samkeppnislegum tilgangi.
-
-
Upplýsingaöflun
-
Með því að nýta sér þjónustu fyrirtækisins gefur viðskiptavinur fyrirtækinu leyfi til að nýta sér upplýsingar um sig á eðlilegan hátt sem tengist starfsemi fyrirtækisins.
-
Fyrirtækið gætir persónuverndarlaga og hefur lagalegan tilgang í fyrirrúmi við öflun upplýsinga. Fyrirtækið starfar í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. lög nr. 90/2018.
-
-
Netnámskeið
-
Fyrirtækið áskilur sér rétt til að loka tímabundið eða endanlega fyrir aðgang viðskiptavinar að netnámskeiðum fyrirtækisins sé grunur um brot á skilmálum þessum. Viðskiptavini skal tilkynnt skriflega eða símleiðis um ástæðu lokunar.
-
Viðskiptavinur sem keypt hefur aðgang að netnámskeiði á vegum fyrirtækisins hefur einungis leyfi til að nota sínar aðgangsupplýsingar. Honum er óheimilt að deila aðgangi sínum með öðrum, hvort sem er í fjárhagslegum tilgangi eða ekki. Komist upp um brot á þessum reglum áskilur fyrirtækið sér rétt til að loka fyrirvaralaust á aðgang viðskiptavinar án þess að hann eigi rétt á endurgreiðslu.
-
Viðskiptavini er einungis heimilt að nota eina IP-tölu fyrir sinn aðgang. Noti hann fleiri en eina á fyrirtækið rétt á að loka fyrir aðgang.
-
Viðskiptavinur ber ábyrgð á sínum aðgangi sjálfur. Hann skal varast að gefa öðrum ekki færi á að færa sér hans eigin aðgang í not enda skal fyrirtækið ekki taka mið af ásetningi nokkurs brots í þessari grein skilmálanna.
-
-
Lögsaga
-
Íslensk lög gilda um vefsíðu þessa og starfsemi fyrirtækisins. Fyrirtækið ábyrgist ekki notkun vefsíðunnar eða þjónustu utan íslenskrar lögsögu. Rísi ágreiningur um þessa skilmála skal reka dómsmál þess efnis fyrir Héraðsdómi Reykjavíku.
-
-
Annað
-
Öll notkun tóbaks- og vímuefna er óheimil í þjónustu á vegum fyrirtækisins. Það á einnig við um rafsígarettur (e. vape).
-
Með því að panta þjónustu fyrirtækisins sem inniheldur að gefa þurfi upp netfang samþykkir viðskiptavinur að vera skráður á póstlista fyrirtækisins og fá senda tölvupósta t.d. vegna markaðsmála eða gæðastjórnunar. Undir viðskiptavini er komið að afskrá sig vilji hann það.
-
Með því að panta þjónustu fyrirtækisins sem inniheldur nærveru viðskiptavinar á tilteknum stað samþykkir viðskiptavinur að myndir gætu verið teknar á vettvangi af fyrirtækinu sem verða síðan nýttar í markaðsmál.
-
Fyrir alla notkun á efni vefsíðunnar, fyrirtækisins eða nokkru sem tengist fyrirtækinu, svo sem vörumerki, merki eða fleiru, þarfnast skriflegs leyfis frá eigendum fyrirtækisins.
-